Það hafa nokkrir einstaklingar og félög á þeirra vegum tekið marga milljarða króna út úr þessum mengandi iðnaði þegar hlutir í sjókvíeldisfyrirtækjunum hafa skipt um hendur. Verðmætin sem voru seld hafa fyrst og fremst orðið til vegna framleiðsluleyfa sem var úthlutað ókeypis.

Frá því elsta sjókvíaeldisfyrirtækið var stofnað árið 2007 hefur aðeins eitt þeirra greitt tekjuskatt í ríkissjóð og það hverfandi upphæð. Ekki er í sjónmáli að það breytist vegna griðarlegs taps ár eftir ár, sem verður að stórum hluta til vegna þess hversu mikið af eldislaxi drepst í sjókvíunum.

Þetta stoppar ekki SFS við að reyna að prútta niður gjald sem dekkar engan veginn tjónið sem iðnaðurinn veldur.

Grein SFS má lesa hér.