Tvö norsk sjókvíaeldisfyrirtæki hafa tilkynnt á undanförnum dögum að þau hafi misst frá sér eldislax í miklu magni í sjóinn.
Mowi, móðurfélag Arctic Fish á Vestfjörðum, missti fisk úr sjókví í Tromssýslu í Norður-Noregi og Grieg dældi eldislaxaseiðum í sjó þegar átti að flytja þau í brunnbát í sveitarfélaginu Lebesby, líka í Norður-Noregi.
Atvik sem þessi eru órjúfanlegur hluti af sjókvíeldi.
Núgildandi íslensk lög um fiskeldi kveða skýrt á um að svipta megi fyrirtæki leyfum ef fiskur sleppur ,,ítrekað“ úr eldisstöð. Af einhverjum sökum hafa yfirvöld ekki kosið að beita þessu ákvæði.
Fyrirtækin eru sjálf vel meðvituð um að stöðugur leki er til staðar úr sjókvíunum auk stærri sleppinga sem þau tilkynna um. Af þeim sökum berjast þau hart gegn hertum reglum.
Í lagareldisfrumvarpinu sem lagt var fram í vor var gerð sú ótrúlega tilraun að fella úr lögum heimild til að svipta fyrirtæki leyfi vegna ítrekaðra sleppinga.
Að tryggja að það ákvæði verði áfram til staðar er algjört grundvallaratriði í því frumvarpi sem bíður nýrrar ríkisstjórnar að móta um fiskeldi, auk fjölmargra annarra þátta þar sem hagsmunir umhverfis, villt lífríkis og velferð eldisdýranna verði í forgangi en ekki víkjandi, einsog því miður var raunin í lagareldisfrumvarpinu.
Frétt Undercurrent um sleppislys Mowi má lesa hér.
Frétt iLaks um sleppislys Grieg má svo lesa hér: