Árnar þagna var sýnd fyrir fullu Háskólabíói í kvöld og eftir sýningu voru góðar umræður um efni myndarinnar.
Fleiri og fleiri af stjórnmálafólkinu okkar eru að átta sig hvað er í húfi og að við getum ekki beðið lengur með að vernda villta laxinn og lífríkið frá skaðanum sem opið sjókvíaeldi veldur.
Gríðarlega þéttur hópur frambjóðenda staðfesti komu sína til að taka þátt í umræðum:
Samfylkingin – Þórunn Sveinbjarnardóttir
Píratar – Halldóra Mogensen
Flokkur fólksins – Inga Sæland
VG – Finnur Ricart Andrason
Sjálfstæðisflokkurinn – Guðlaugur Þór Þórðarson
Viðreisn – Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Lýðræðisflokkurinn – Arnar Þór Jónsson
Sósíalistaflokkurinn – Guðmundur Hrafn Arngrímsson