SFS lætur ekki að sér hæða og ræsir skrímsladeild sina. Hvert á þetta vanhæfi að vera? Að vilja vernda villta íslenska laxinn gegn því að hann skaðist varanlega af völdum sjókvíaeldis?

Hagsmunagæslufólk sjókvíaeldisfyrirtækjanna virðist ekki átta sig á að það er sjálft að staðfesta þá skaðsemi með svona smjörklípum.

Þetta er örþrifaráð fólks sem veit að það hefur vondan málstað að verja. Skýrsla Ríkisendurskoðunar leggur staðreyndir á borðið sem sjókvíaeldisfyrirtækin vilja ekki ræða efnislega.

Mbl. flytur eftirfarandi frétt upp úr Bæjarins Bezta:

Ísfirska frétta­blaðið Bæj­ar­ins besta grein­ir frá því í frétt nú í morg­un að sam­kvæmt lög­býla­skrá sé Guðmund­ur Björg­vin eig­andi að jörðinni Leys­ingja­stöðum í Dala­sýslu ásamt eig­in­konu sinni, Helgu Jónu Bene­dikts­dótt­ur. Hún er jafn­framt formaður veiðifé­lags Laxár í Hvamms­sveit eft­ir því sem fram komi á vef Fiski­stofu, en veiðifé­lagið sé aft­ur aðild­ar­fé­lög að Lands­sam­bandi veiðifé­laga.

Land­sam­band veiðifé­laga hef­ur kraf­ist þess horfið verði frá sjókvía­eldi að fullu, sem það tel­ur að hafi mik­il, nei­kvæð áhrif á hags­muni veiðirétt­ar­hafa og geti spillt villt­um laxa­stofn­um í ám.

Í frétt Bæj­ar­ins Besta er minnt á að Guðmund­ur Björg­vin hafi áður komið að þess­um mál­um á öðrum vett­vangi. Hann var ráðuneyt­is­stjóri í land­búnaðarráðuneyt­inu 2004 þegar gef­in var út aug­lýs­ing um bann við lax­eldi í sjó á stærst­um hluta strand­lengju lands­ins og und­ir­ritaði aug­lýs­ing­una sem ráðuneyt­is­stjóri.

Þá var hann um nokk­urra ára skeið full­trúi rík­is­ins í NASCO, North Atlantic Salmon Conservati­on Org­an­izati­on, sam­tök­um um vernd laxa­stofns­ins í Norður Atlants­hafi, en Ísland sagði sig úr þeim eft­ir banka­hrunið 2008.

Ekki verður séð af stjórn­sýslu­út­tekt­inni að rík­is­end­ur­skoðandi hafi sagt sig frá gerð henn­ar vegna van­hæf­is eða a.m.k. gert grein fyr­ir hags­mun­um sín­um.

Guðmund­ur Björg­vin Helga­son var kjör­inn rík­is­end­ur­skoðandi á Alþingi liðið sum­ar, en hann  kjör­inn­til sex ára í senn. Hann var sett­ur rík­is­end­ur­skoðandi 1. fe­brú­ar 2022, en hóf störf hjá embætt­inu 2019 sem for­stöðumaður Ak­ur­eyr­ar­stofu þess, ásamt því að vera sviðsstjóri tekju­eft­ir­lits og staðgeng­ill rík­is­end­ur­skoðanda.