Norskir fjölmiðlar hafa sýnt bókinni „Den Nye Fisk“ mikla athygli en við sögðum frá henni fyrr í vikunni. Bókin er nýkomin út og fjallar um norska sjókvíaeldisiðnaðinn en líka ítök hans í öðrum löndum, þar á meðal á Íslandi.

Fyrirsögnin á þessari umfjöllun, sem birtist í Aftonbladet, er: „Sjokkerandi bók um fiskeldið“.

Í bókinni er farið yfir vítt svið. Skoðuð eru skaðleg áhrif þessarar aðferðar á náttúruna og lífríkið en hvorutveggja eru borðleggjandi staðreyndir þrátt fyrir að innanbúðarfólk í sjókvíaeldinu haldi öðru fram. En bókin beinir líka kastljósinu að vanhelgu sambandi þessa stóra iðnaðar í Noregi og stjórnmálanna. Með öðrum orðum þeirri grasserandi spillingu sem þrífst í meðferðinni á afnotum af náttúruauðlindum í eigu almennings.

„Forfatterne dokumenterer at den astronomiske inntjeningen har kommer med kostnader for dyrevelferd og miljø: Den nye fisken har det vondt. Smertefulle avlusningsteknikker og dødbringende sårlidelser er bare to eksempler. Visste du forresten at den vanligste årsaken til død i merdene er at laksens hjerte sprekker? Lakselusen er for øvrig ikke problematisk kun for oppdrettslaksen, men truer også villaksen. Lusegiften på sin side utgjør en fare for artene rundt anleggene. Dette er bare to av miljøproblemene som næringen ikke har lyktes med å løse.“