Samkvæmt upplýsingum sem voru að berast frá MAST rétt í þessu drápust 53.110 laxar af þeim 194.259 löxum sem voru í sjókví Arnarlax í Tálknafirði

Myndirnar sem hér fylgja eru úr köfunarskýrslu frá 12. febrúar og er að finna á heimasíðu MAST. Einsog sjá má er dauður lax þar í stöflum.

Þetta er stór fiskur og ummerkin eru svo skelfileg að fólk setur hljóðan enda er fjöldi dauðra fiska geigvænlegur. Til að setja fjöldann í samhengi slagar hann upp í að allur íslenski villti laxastofninn hafi verið þurrkaður út á einum degi, en hann telur um 70.000 fiska. Þetta er grátleg sóun.

https://www.facebook.com/icelandicwildlifefund/posts/365793733888196?__tn__=-R