Úr fréttum RÚV:
,,Samkvæmt nýrri reglugerð um fiskeldi sem ráðherra hefur birt til umsagnar er lagt til að bann við sjókvíaeldi í minna en fimm kílómetra fjarlægð frá laxveiðiám þar sem hundrað laxar veiðast að meðaltali, verði afnumið. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Ragnar Jóhannsson sviðssstjóri fiskeldis hjá Hafrannsóknastofnun sögðu í fréttum RÚV í gær að með þessu væri ekki verið að slaka á reglum.
„Það er bara rangt. Þarna er í rauninni verið að opna á það að menn hafi eldi bara við ósa laxveiðiáa,“ segir Jón Helgi Björnsson formaður Landssambands veiðifélaga.“
Við hjá IWF munum berjast gegn þessum áætlunum ráðherra með öllum tiltækum ráðum.