Þessi yfirlýsing Sturlu Birgissonar segir flest sem segja þarf um þá fáránlegu ákvörðun forsvarsmanna kokkalandsliðsins að fá Arnarlax sem fjárhagslegan bakhjarl.

Að sjálfsögðu á íslenska kokkalandsliðið aðeins að notast við besta hráefni sem er í boði og það sem er framleitt í sem mestri sátt við umhverfið. Það er engin tilviljun að lax úr landeldi er dýrari og eftirsóttari vara en sá lax sem er alinn í opnum sjókvíum, einsog er gert hjá Arnarlaxi. Þar hafa eldislaxar drepist tugþúsundum saman og eitri verið hellt í kvíarnar til að drepa laxalús sem herjar á eldisdýrin. Þetta eru hrikalegar aðferðir við matvælaframleiðslu.

Við hjá IWF tökum ofan fyrir Sturlu. Vonandi sjá þeir sem gerðu þennan samning að sér sem fyrst og vinda ofan af mistökunum.

https://www.facebook.com/photo.php?fbid=1913731485594206&set=a.1380973842203309&type=3&theater