Vísindamenn hvaðanæva úr heiminum funda þessa dagana í París um hvernig hægt er að snúa við taumlausri eyðingarstefnu mannkyns gagnvart lífríkinu.

Ísland hefur verið aðili að samningi Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni frá því að hann gekk í gildi árið 1993 og í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar er ákvæði um mikilvægi þess að vernda þennan fjölbreytileika.

Það skýtur því vægast sagt skökku við að á vakt hennar er hafin margföldun á eldi á norskum laxi í opnum sjókvíum við Ísland þrátt fyrir að áhættan gagnvart umhverfinu og villtum laxastofnum liggi skýrt fyrir.

Þetta er óendanlega sorgleg framganga.

Sjá umfjöllun BBC.