Fjögur Veiðifélög á Austfjörðum ætla að höfða mál til að fá starfsleyfi til stórfellds laxeldis í Reyðarfirði afturkallað. Fyrirætlanirnar þýði villtir íslenskir laxastofnar gætu liðið undir lok á örfáum árum.

Í frétt RÚV segir m.a.:

“Veiðifélag Breiðdæla samþykkti í gærkvöld ályktun þar sem áhyggjum var lýst af laxveiði vegna fyrirhugaðs 90 þúsund tonna laxeldis á Austfjörðum. Ef af þessu yrði heyri laxveiði í íslenskum ám líklega sögunni til innan fárra ára.

Veiðifélagið stendur, ásamt þremur öðrum veiðifélögum, að málsóknarfélagi sem hyggst höfða mál til að fá rekstrarleyfi vegna laxeldis í opnum sjókvíum á Reyðarfirði á vegum Laxa fiskeldis ehf. dæmt ógilt. Hin þrjú eru Veiðifélag Hofsár og Sunnudalsár, Veiðifélag Selár og Veiðifélag Vesturdalsár. Byrjað var að sleppa seiðum í kvíarnar um síðustu helgi.