Þeir sem telja að sjókvíaeldi fylgi mörg störf í smærri byggðum lifa í blekkingu. Rétt eins og í sjávarútvegi er þróunin í sjálfvirknivæðingu og fjarvinnslu afar hröð í fiskeldi. Í þessari frétt frá fagmiðlinum Salmon Business er sýnt hvernig fóðrun í tuttugu sjókvíaeldisstöðvum er fjartstýrt frá miðri 220 þúsund manna borg í Ástralíu, víðsfjarri sjálfum kvíunum.

Þessi tækni er nú þegar orðin útbreidd. Eins og kom fram í fjölmiðlum undir lok 2018 áætluðu norskir eigendur Fiskeldis Austfjarða að fjarstýra fóðrun í sjókvíum sínum á Austfjörðum frá Noregi. Því var slegið á frest og nú er fóðruninni stýrt frá Djópavogi. Tæknin býður hins vegar upp á að fóðrun er hægt að stjórna hvar sem er í heiminum þar sem er nettengin.

Þessu til viðbótar eru komin fram stór skip sem geta siglt upp að sjókvíum, sogað upp fisk og slátrað um borð á leið með hann á pökkunarstað, sem er þá nálægt alþjóðaflugvelli eða þeim markaði þar sem á að selja hann.

Is the salmon world’s most advanced feed centre in Hobart, Australia?