Það er víðar en á Austfjörðum sem störf í kringum sjókvíaeldi verða víðsfjarri því hafsvæði þar sem fiskurinn er alinn. Eins og var sagt frá í Fréttablaðinu verður fóðrun í sjókvíunum fyrir austan fjarstýrt frá Noregi. Þar í landi er svo verið að sjósetja þetta skip sem er siglt upp að kvíunum, laxinum sogað upp, honum slátrað um borð og svo siglt með hann til Danmerkur til vinnslu.

Hér á landi er mjög auðvelt að sjá fyrir sér að svona skip muni sigla með eldislaxinn til Keflavíkur þar sem hægt verður að vinna hann við hlið alþjóðaflugvallarins áður en hann fer með flugi á markaði úti í heimi.

Auðvitað á að taka þessi atriði með í reikninginn þegar atvinnulíf heilu byggðarlaganna er undir.

New processing vessel raises job loss fears