Skipið sem sérfræðingar í laxeldi segja að muni „breyta leiknum“ er að verða starfhæft eftir próf undan ströndum Noregs og Danmerkur. Verkalýðsfélög í Noregi hafa lýst yfir miklum áhyggjum vegna tilkomu skipsins þar sem fyrirséð er að töluvert af störfum munu tapast þar í landi.

Eins og við höfum sagt frá áður mun þetta skip sigla upp að sjókvíum við strendur Noregs, sjúga upp fisk sem er síðan slátrað um borð á meðan siglt er til vinnslustöðvar í Danmörku.

Skipið ber 1.000 tonn af fiski í hverri ferð og er afar tæknilega fullkomið. Þannig mun mannshöndin nánast hvergi koma við sögu við slátrunina um borð.

Reiknað er með að skipið fari 140 ferðir á ári og spara ígildi 7.000 ferða vöruflutningabíla.

Harvest vessel, “Norwegian Gannet”, will be operational by end of year