Þetta mál sýnir í hnotskurn hversu veikt regluverkið er um sjókvíaeldið.

Arnarlax hóf með einbeittum vilja að brjóta á starfsleyfi sínu í júní 2018. Þegar Umhverfisstofnun boðaði áminningu af þeim sökum í júlí brást fyrirtækið við með því að sækja um undanþágu til umhverfisráðuneytisins. Umhverfisstofnun lagðist gegn því að undanþága yrði veitt, enda engin lög til staðar sem heimila slíka aðgerð. Þrátt fyrir þetta aðhafðist umhverfisráðuneytið ekkert.

Staðan er því sú rúmlega tíu mánuðum eftir að brot Arnarlax hófust og vakin var athygli á þeim, eru brotin enn í gangi.

Þjónkunin við þennan mengandi iðnað af hálfu löggjafar- og framkvæmdarvaldsins er með miklum ólíkindum. Og allt er það á kostnað umhverfis og lífríkis landsins.

Sjá umfjöllun RÚV.