Síðasta sunnudag sluppu 49.000 eldislaxar frá sjókvíaeldisstöð við Bindal í Noregi. Einn eigenda stöðvarinnar er fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Noregs, Lisbeth Berg Hansen.

Stór skráð sleppislys á borð við þetta eiga sér reglulega stað í Noregi.

Til að setja þennan atburð í samhengi þá er fjöldi fiska sem slapp í þessu eina óhappi álíka og gjörvallur hrygningarstofn villta íslenska laxins.

Sjá umfjöllun norska fagmiðilsins iLaks.