Núna á föstudag (23. mars) verður sérstök sýning í Bíó Paradís á norsku heimildarmyndinni “The Salmon Story” sem hefur verið að gera allt vitlaust í Noregi, en þar var hún sýnd í fjórum hlutum í norska ríkissjónvarpinu. Aðgangur er ókeypis og hefst sýning kl. 18.00. Þetta er heimsfrumsýning utan Noregs. Myndin er 76 mínútur og er með enskum texta.

Sýningin er í boði Norður Atlantshafslaxsjóðsins (NASF) í samstarfi við Redvillaksen og Pandora Film í Noregi. Norðmaðurinn Kenneth Bruvik leiðir áhorfendur í gegnum stöðuna á vilta laxinum í Noregi og hvaða afleiðingar fiskeldi í opnum sjókvíum hefur haft á stofninn.

Myndin hefur vakið mikla athygli og umræðu í Noregi um áhrif fiskeldis á villta laxa. Fiskeldi er vaxandi grein á Íslandi og því er mikilvægt að allar hliðar þessa iðnaðar séu skoðaðar í kjölinn. Afleiðingarnir Noregi tala sínu máli og væri hræðilegt ef náttúra Íslands myndi bíða sama skaða. Vonandi sjá sér flestir fært að mæta. Bíó Paradís, kl. 18 föstudaginn 23. mars.

https://www.facebook.com/icelandicwildlifefund/photos/a.287660261701544/376095282858041/?type=3&theater