Því miður má búast við því að fréttir sem þessar verði tíðar í haust. Og munum að þetta er bara toppurinn á ísjakanum. Miklu fleiri eldisfiskar eru í ánum en þeir sem veiðast.

Skv. umfjöllun Fréttablaðsins:

„Hann þumbaðist við í smá stund en svo var bara eins og ég væri að draga inn ruslapoka fullan af vatni. Það er í raun skömm frá því að segja. Ég hef reynslu af því að veiða villtan lax í þessari stærð og þetta var ekki í nokkurri líkingu við það,“ segir Gísli Sigurður. „Hann barðist ekkert og þetta setti leiðan svip á veiðitúrinn.“

Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri og sérfræðingur ferskvatnsfiska hjá Hafrannsóknastofnun, segir ýmislegt benda sterklega til þess að um eldisfisk sé að ræða.