Stórstígar framfarir eru ekki aðeins að verða í landeldi heldur er verið að þróa margvíslega nýja tækni við lokaðar kvíar í sjó og stöðvar sem verður komið fyrir úti á rúmsjó. Fyrr á þessu ári hófst til dæmis eldi í þessari risakví sem sést á meðfylgjandi mynd. Hún er byggð úr stáli með svipaðri tækni og olíuborpallar. Hugmyndin er að setja svona kvíar niður úti á rúmsjó þar sem úrgangurinn frá þeim mun dreifast hraðar og víðar en inni á fjörðum, fiskurinn er ekki í netapoka heldur í stálbúri, sem mun minni líkur eru á að rofni.

Það er ekki að ástæðulausu sem fiskeldisfyrirtæki um allan heim keppast við að þróa aðra tækni en opnar sjókvíar. Í fyrsta lagi eru áhrif þeirra á umhverfið og lífríkið ekki ásættanleg – fiskeldið getur ekki haldið áfram að vaxa nema notuð verði önnur tækni, þar sem komið verður í veg fyrir mengun og að fiskar sleppi.

Í öðru lagi er velferð eldisdýranna í opnum sjókvíunum ekki viðunandi. Burtséð frá þeim slæmu vinnubrögðum við búskapinn að um og yfir 20 prósent dýra lifa ekki af vistina, þá er þetta fjárhagslegt mál fyrir framleiðendurna. Það er auðvitað þeim í hag að sem mest af bústofninum lifi af.

Overseas markets attracting land-based aquaculture – but also offshore