Innan skamms hefst framleiðsla í tveimur laxeldisstöðvum sem verða alfarið á landi í Maine ríki í Bandaríkjunum. Samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins munu stöðvarnar samtals framleiða um 53 þúsund tonn á ári. Til samanburðar voru framleidd ríflega 11 þúsund tonn af laxi í sjókvíum við strendur Íslands í fyrra.

Svona á að byggja upp eldi á Íslandi. Við höfum allt sem þarf til. Landrými, gnægð af vatni, jarðvarma og hagkvæma sjálfbæra orku.

Talsmenn norsku fiskeldisfyrirtækjanna, sem stýra laxeldinu á Íslandi, mega hins vegar ekki heyra minnst á þennan möguleika. Ástæðan er að stofnkostnaðurinn er meiri en við sjókvíarnar. Þær eru hins vegar svo frumstæð og takmörkuð tækni að fiskur sleppur reglulega úr þeim í stórum stíl og mengunin frá þeim rennur beint í sjóinn.