Fiskur er kominn í ker og farinn að synda í stóru landeldisstöðinni í útjaðri Miami í Flórída. Hrognin koma héðan frá Íslandi, nánar tiltekið Stofnfiski sem er með stærstan hluta starfsemi sinnar á Reykjanesi.

Gert er ráð fyrir að fyrsta slátrun Miami stöðvarinnar verði 2020. Þegar hún verður fullbyggð mun ársframleiðslan verða 90 þúsund tonn.

Miðað við áhættumat Hafró verður framleiðslan hér við land ekki meiri en 71 þúsund tonn. Með öðrum orðum mun þessi landeldisstöð, sem er reist á aflögðum tómataakri, framleiða um 30 prósent meira á ári en allt sjókvíaeldið hér við land. Þetta verður gert án þess að ógna villtum laxastofnum og án þess að dæla skólpi frá framleiðslunni beint í sjó eins og gert er í sjókvíaeldi.

Þetta er sú framtíð sem blasir við í laxeldismálum heimsins.

Sjá umfjöllun SalmonBusiness.