Stefán Snævarr skrifar frá Noregi. Norskir fjölmiðlar hafa undanfarið gagnrýnt mikla spillingu í laxeldisgeiranum og koma meðal annars þingmenn, núverandi og fyrrverandi, við sögu:

” Tvö norsk dagblöð, Morgenbladet og Dagbladet, hafa haldið því fram með réttu eða röngu að bullandi spilling sé í norska fiskeldinu. Embættismenn sitji beggja vegna borðsins, eigi hlutabréf í fiskeldisfyrirtækjum en eigi um leið að sinna fiskeldinu í krafti embættis síns. Vísindamenn sem rannsaki fiskeldisfisk séu beittir þrýstingi til að fá niðurstöður sem hæfi fiskeldisfyrirtækjunum. Enda eru rannsóknirnar að allmiklu leyti fjármagnaðar af fyrirtækjunum.”

Sjá bloggfærslu Stefáns á vef Stundarinnar.