Hér er góð brýning frá þessum skosku náttúruverndarsamtökum. Þau biðja fólk um að sniðganga lax úr sjókvíaeldi um jólin, og reyndar alla fyrirsjáanlega framtíð, vegna hrikalegra áhrifa sem laxeldi í opnum sjókvíum hefur haft á villta laxa- og silungsstofna í Skotlandi.

Í greininni er bent á að tvær skoskar þingnefndir hafa komist að þeirri niðurstöðu á þessu ári að meiriháttar breytingar þurfi að gera á því laga- og reglugerðaumhverfi sem laxeldi í opnum sjókvíum býr við. Ekki sé hægt að láta þennan mengandi iðnað komast áfram upp með það framferði sem hefur valdið miklu tjóni, mögulega óbætanlegu, á skoskri náttúru og lífríki.

Við bendum íslenskum neytendum á að hér á landi er hægt að fá lax og bleikju úr landeldi, sem ógnar ekki villtu laxa- og silungsstofnunum okkar.

“Quite apart from the many millions of farmed salmon dying in their cages every year through disease, parasites and the negative effects of both physical and chemical treatments for sea lice, the stark fact is that politicians from all Scottish political parties agree that Scotland’s already beleaguered wild migratory fish stocks need to be protected from the impacts of open-net salmon farming on Scotland’s west coast and Islands.

These reports vindicate Salmon & Trout Conservation’s strong campaigning over many years – the ECCLR and REC inquiries only came about because of our official Petition to Scottish Parliament in 2016 – and confirm what most of us have known for years. The challenge for us now is to drive through the Committees’ recommendations so that Scottish Government introduces, as a matter of urgency, far stronger regulation of the salmon farming industry.”