Verðmæti stóru norsku laxeldisfyrirtækjanna lækkaði verulega í kauphöllinni í dag í kjölfar frétta af fyrirætlunum stjórnvalda um að hækka þann skatt sem þau greiða. Á sama tíma er ætlun íslenskra stjórnvalda að hækka enn frekar ríkisstuðning við fiskeldi hér við land, en þau eru flest að stóru leyti í eigu sömu norsku fyrirtækja og horfa fram á að greiða hærri skatt vegna starfsemi sinnar í heimalandinu.

Eðlilegt er að spyrja af hverju stjórnmálamenn telja eðlilegt að ríkissjóður niðurgreiði þesssa mengandi iðnaðarframleiðslu? Í greinargerð með frumvarpi, sem Alþingi hefur til meðferðar um breytingar á lögum um fiskeldi, kemur fram að aukinn kostnaður ríkissjóðs vegna fiskeldis verður um 260 milljón krónur á ári frá 2020.

Það er engin þörf á að skapa ný niðurgreidd störf við núverandi atvinnuástand á Íslandi. Það má furðu sæta ef íslenskir skattborgarar eiga að niðurgreiða með beinum hætti starfsemi erlendra stórfyrirtækja sem munu þurfa að flytja inn vinnuafl ef áætlanir þeirra um vöxt hér á landi eiga að ganga eftir.

Skv. frétt SalmonBusiness:

“The big question now is, how big a tax hike”