Iðnaðareldi í sjókvíum veldur víðar sundrungu innan samfélaga en hér á Íslandi. Síðasta sumar drápust hundruð þúsund eldislaxa í sjókvíum við Tasmaníu vegna sjúkdóma og aðstæðna. Nú er svo komið að laxeldið þar er að hruni komið og heilu fjölskyldurnar horfa fram á að missa vinnuna samkvæmt þessari frétt The Guardian.

Hér á Íslandi höfum við horft upp á laxeldismenn, bæði fyrir vestan og austan, farga gríðarlegu magni af dauðum fiski í vetur af sömu sökum.