Þetta merkilega mál sýnir í hnotskurn að sjókvíaeldi er ógn við allar ár á Íslandi.

Málavextir eru að haustið 2016 tók að veiðast regnbogasilungur í ám. Fyrst á sunnanverðum Vestfjörðum og síðar um allt land. Ekkert fiskeldisfyrirtæki hafði tilkynnt um að fiskur hefði sloppið, eins og er þó skylt samkvæmt lögum.

Lögreglustjórinn á Vestfjörðum hefur nú hætt rannsókn á þessu lögbroti. Í niðurstöðum embættisins kemur fram að ekki er hægt að greina frá hvaða kví eða fyrirtæki regnbogasilungurinn kom. Bendir lögreglustjórinn jafnframt á að eldisfiskur geti synt langa leið. Orðrétt segir í niðurstöðum Lögreglustjóra Vestfjarða, skv. frétt RÚV:

„Dreifing strokufisks er mikil á Vestfjörðum, og landinu öllu, og þekkist það að strokufiskur getur ferðast mörgu hundruð kílómetra leið.“