Sú mikla mengun sem laxeldi í opnum sjókvíum veldur er sífellt að fá meiri athygli, enda menn loksins að gera sér grein fyrir að hafið getur ekki endalaust tekið við skólpi og drasli.

Hér er grein sem birtist í Dagens Nyheter í Noregi í vikunni. Samkvæmt henni skilur einn 4,5 kílóa lax í sjókví eftir sig tvö kíló af hörðum saur og seyru á ári. Þetta safnast svo saman á botninum og nágrenni kvíarinnar.

Í greininni er bent á að hærra hlutfall úr plönturíkinu er nú í fóðrinu fyrir eldislaxinn en var áður og afleiðingarnar eru meiri mengun.

Sé miðað við tölur sem koma fram í þessari norsku umfjöllun má gera ráð fyrir að saurmengunin frá 17.500 tonna eldi, eins og er áætlað í Suðurfjörðunum fyrir vestan, verði um eða yfir 8.000 tonn á ári.