Hér talar maður með reynslu af sjókvíaeldi við Ísland: „Það er mikill ábyrgðarhluti þeirra einstaklinga sem vilja stunda fiskeldi að gera það rétt og í sátt við umhverfið. Því miður er eina fiskeldið sem hægt er að treysta á að ekki skaði umhverfið í kringum sig fiskeldi á landi. Þriðja kynslóðin af fiskeldi í sjókvíum á Íslandi er dauðans alvara, ekki bara fyrir lífríki hafsins sem á að fá að vera í sínu náttúrulega umhverfi heldur einnig sú tálsýn sem hún er fyrir fjárfestum og komandi vinnuafli.“

Í grein sinni segir Tómas einnig:

“Það er mikill ábyrgðarhluti þeirra einstaklinga sem vilja stunda fiskeldi að gera það rétt og í sátt við umhverfið. Því miður er eina fiskeldið sem hægt er að treysta á að ekki skaði umhverfið í kringum sig fiskeldi á landi. Þriðja kynslóðin af fiskeldi í sjókvíum á Íslandi er dauðans alvara, ekki bara fyrir lífríki hafsins sem á að fá að vera í sínu náttúrulega umhverfi heldur einnig sú tálsýn sem hún er fyrir fjárfestum og komandi vinnuafli.

Þetta mun aldrei ganga upp vegna legu landsins, en fyrst og fremst mun þetta aldrei ganga upp vegna þess að sjórinn við landið stýrir vexti fisksins og hann er umtalsvert lægri hér en í samkeppnislöndum þeim sem við erum að keppa við. Upp á land með eldið og notum affallið til áburðardreifingar með grasfræjum, hættum fiskeldi í sjó og leyfum náttúrunni að njóta vafans.”