Skýrar sannanir fyrir því að fiskur sleppi úr eldiskvíum og syndi upp í íslenskar ár.

Stórfellt laxeldi í opnum sjókvíum er uppskrift á stórfellt umhverfisslys.

Skv. frétt Vísis.

“Það hefur borið nokkuð á því að regnbogasilungur sé að veiðast í ám og lækjum á vestfjörðum og þess vegna útilokað að halda fram að fiskurinn sé ekki að sleppa úr kvíum.

Regnbogasilung er ekki að finna villtan við Ísland svo allur sá fiskur sem er að veiðast er án undantekninga fiskur sem er að sleppa úr eldi.  Fyrirtækin sem standa að eldinu hafa illa sinnt þeirri skyldu að tilkynna um slysasleppingar og stangveiðimenn og eigendur veiðiréttar eru þess vegna ansi ósáttir við að stefnst sé að stóraukni kvíaledi við landið.  Engin kví er 100% örugg og miðað við það magn sem stefnt er að í eldi á laxi stefnir í umhverfisslys verði ekki komið í veg fyrir þetta.”