Eitur sem notað er við meðhöndlun á laxlús hefur verulega skaðleg áhrif á botngróður sjávar. Þetta kemur fram í meðfylgjandi umfjöllun sem birtist á vefsvæði norska ríkisfjölmiðilsins NRK í dag. Umfjöllunin er byggð á nýrri vísindarannsókn á áhrifum vetnisperoxíðs, sem er mest notaða lúsaeitrið í sjókvíaeldi á laxi.

Norðmenn hafa skiljanlega af þessu miklar áhyggjur því sjávargróðurinn er bæði hluti af uppeldissvæði fjölmargra fisktegunda og í lykilhlutverki þegar kemur að súrefnisframleiðslu í hafinu.