Sigurður Guðjónsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar bendir þar á að við Íslendingar þurfum að gæta okkar þegar kemur að fiskeldi svo það skaði ekki verðmætt orðspor okkar þegar kemur að útflutningi sjávarafurða.

„Okkar veiðar, fiskveiðar úr langflestum tegundum sem við nýtum, er vottað sem sjálfbær veiði, sem þýðir að við erum á mjög góðum stað á markaðnum … Ef við förum illa að okkur í fiskeldi getum við skaðað þetta orðspor.“

Hart er sótt að vísindalegum vinnubrögðum Hafrannsóknastofnunar í drögum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að breytingum á lögum um fiskeldi. Grafa á undan þeirri viðleitni sem komið hefur fram í störfum Hafró til varnar villtum laxastofnum landsins. En önnur verðmæti eru líka í húfi fyrir þjóðina eins og forstjóri Hafró bendir á í þessu myndbandi.