Á sama tíma og talsmenn laxeldisfyrirtækja á Íslandi berjast fyrir stórauknu sjókvíaeldi, þrátt fyrir þekktar afdrifaríkar afleiðingar fyrir umhverfi og lífríkið, eru kollegar þeirra í öðrum löndum á fleygiferð við að þróa umhverfisvænar aðferðir við laxeldi.

Við höfum þegar bent á fjölmörg dæmi um landeldisstöðvar sem er búið að reisa eða eru í byggingu víða í heim. Að auki er verið að taka í notkun lokuð kerfi í sjó þar sem hættan á því að eldisfiskurinn sleppi er miklu minni en í opnu sjókvíunum, laxalúsin verður viðráðanleg eða hverfandi og úrgangurinn hreinsaður og endurnýttur sem lífrænt eldsneyti.

Marine Harvest wants to bring its futuristic “Egg” design salmon farm to Canada