Bubbi fangar kjarna málsins í þessari grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag.
„Norðmenn, sem eiga flestallar kvíar hér á landi, flúðu Noreg hingað til Íslands undan harðnandi eftirlitskerfi heima fyrir. Þeir koma hingað til þess að græða milljarða, fara með arðinn úr landi og skilja eftir drullu og svínarí. Skemma lífríkið án eftirlits eins og nú kemur í ljós, því það er í raun það sem laxeldi í sjókvíum gerir, það er staðreynd.
Þeir tilkynna ekki um leið og slys verður heldur þegja þunnu hljóði, samt er tekið fram í starfsleyfi þeirra að það þurfi að tilkynna um slys til Matvælastofnunar, Fiskistofu og Umhverfisstofnunar um leið og það gerist.
Það næsta sem heimamenn gætu séð væri það að verksmiðjuskip komi hingað og dæli laxinum um borð og fari með laxinn beint á markað. Hvað verður þá um öll störfin og loforðin?“