Í nýjum frumvarpsdrögum um fiskeldislög er ekki gert ráð fyrir að fiskeldisfyritæki þurfi starfsleyfi frá Umhverfisstofnun eins og hefur verið skylda hingað til. Þetta hlýtur að verða lagað. Fiskeldi er mengandi starfssemi, það er óumdeilt, og á að sjálfsögðu að fara í gegnum áhættumat og vera starfsleyfisskylt.

Skv. Fréttablaðinu:

“Umhverfisstofnun leggur til að ekki verði vikið frá starfsleyfis fyrirkomulaginu sem ríkt hefur hingað til. Stofnuninni er gert að sjá um ákveðinn skráningargrunn þar sem forsvarsmenn fyrirtækja geta skráð fyrirtæki sitt inn og á móti eru lögð fyrir ákveðin skilyrði varðandi reksturinn. …

Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar segir að stofnunin hafi ekki fengið mikinn tíma og rými til að koma á framfæri sínum skoðunum varðandi frumvarpsdrögin.

„Það er lagt til að fyrirtæki þurfi einungis, hvað varðar mengunarhlutann, að sinna skráningarskyldu í ákveðinn gagnagrunn staðinn fyrir að hafa það sem kallað er samræmt starfsleyfisskilyrði. Við viljum að áhættumat verði gert við fiskeldisfyrirtæki áður en þau færu í skráningarskyldu, líkt og á við um önnur fyrirtæki sem talin hafa verið minna mengandi. Við leggjum til að í lagafrumvarpinu komi fram að það þurfi starfsleyfisskyldu líkt og verið hefur verið hingað til.“”