„Óbætanlegur skaði“ segi yfirvöld í Chile um það þegar sjókvíaeldisstöð norska eldisrisans Marine Harvest fór á hliðina í júlí og 680 þúsund eldislaxar syntu út í frelsið. Fyrirtækinu tókst aðeins að fanga 5,5% af þessu gríðarlega magni en atburðurinn er talinn eitt stærsta umhverfisslys sem hefur orðið við Chile. Málaferli yfirvalda á hendur Marine Harvest er nú hafin.

Norska fyrirtækið segist hafa orðið fyrir 420 milljón króna (3 milljón evra) tjóni vegna slyssins. Það er hins vegar aðeins dropi í hafið fyrir Marine Harvest því fyrirtækið hagnaðist um 29 milljarða króna (207 milljón evra) fyrir skatta og fjármagnskostnað á þriðja ársfjórðungi 2018.

Af því má sjá að það er verulega ábatasamt þegar hægt er að senda náttúrunni reikninginn fyrir starfsemi sinni.

Rétt er að taka að fram að sjókvíaeldisstöðin sem fór á hliðina við Chile var nánast ný og átti að þola verstu vetrarveður. Annað kom á daginn á fyrsta starfsári hennar.

“Some of the environmental damage was irreparable”: Marine Harvest charged over salmon escape