Mikilkvæg ábending hér:

“Það er komið annað hljóð í strokkinn hjá talsmönnum norskra sjókvíaeldisfyrirtækja, líkt og sjá má í umsögn SFS (sem er nýr talsmaður Landssambands Fiskeldisstöðva) við nýleg frumvarpsdrög ráðherra. Nú er því ekki lengur haldið fram þeirri staðreyndarvillu að laxar geti ekki sloppið úr eldinu líkt og í upphafi, heldur bent á lausnir sem vandséð er hvernig eigi að útfæra. Þar segir meðal annars orðrétt:

“Annars stigs mótvægisaðgerðir. Þær fara fram í ánum. Er þá fylgst á reglubundinn hátt með komu eldisfiska, t.d. með notkun myndavéla, og brugðist við og eldisfiskar fjarlægðir á kostnað eldisaðila, annað hvort með vöktun og veiði eða með því að virkja gildrur við árnar.”

Vandséð er hvernig í ósköpunum eigi að útfæra slíkt í þeim hundruðum veiðiá sem landið geymir. Á öðrum stað í umsögninni er því haldið ranglega fram “að slíkar aðgerðir hafi verið notaðar í Noregi síðan 2014 með góðum árangri.”

Hið rétta er að samkvæmt Náttúrufræðistofnun Noregs hefur stór hluti villtra norskra laxastofna nú þegar orðið fyrir erfðamengun eldislaxa.”

Umsögn SFS ásamt öðrum má sjá í Samráðsgátt

https://www.facebook.com/neivideldi/posts/1974359699312824?__tn__=H-R