Ömurleg meðferð eldislaxa í opnum sjókvíunum er reglulega til umfjöllunar í norskum fjölmiðlum. Hér er grein sem var birt í morgun á vef norska ríkisútvarpsins um þetta efni. Þar kemur fram að 2017 drápust um 53 milljónir laxa því þeir þoldu ekki vistina í sjókvíunum við Noreg. Þessi svakalega tala þýðir að um 20 prósent eldislaxanna deyr að jafnaði fyrir slátrun.

Í fréttinni er birt merkilegt graf sem sýnir hversu hátt hlutfall dýra deyr í matvælaiðnaðinum áður en kemur að slátrun. Engin önnur grein er jafn hrikaleg og laxeldi í opnum sjókvíum. Til samanburðar er hlutfallið innan við 4 prósent í kjúklingarækt.

Þá er einnig birtar sláandi samanburður á ljósmynd af hjarta úr villtum laxi og ljósmynd af hjarta úr eldislaxi. Dýralæknir bendir á í greininni að ástand hjartans er skýr vísbending um heilbrigði viðkomandi dýrs. Eins og glögglega má sjá á myndinni hefur eldislaxinn ekki verið vel haldinn.

Staðreyndin er sú að laxeldi í opnum sjókvíum er ömurleg aðferð við matvælaframleiðslu.

Í stuttu máli er staðan þessi. Stór hluti eldisdýranna deyr áður en hægt er að slátra þeim og heilsa þeirra fiska sem lifa af þar til þeim er slátrað og pakkað er bágborin.

Sjá umfjöllun NRK.