Samkvæmt Marine Traffic er verksmiðjuskipið Norwegian Gannet, sem lesendur þessarar síðu ættu að vera að farnir að þekkja, er nú á siglingu til Íslands. Mun það leggja upp að sjókvíum Arnarlax, sjúga upp laxinn sem þar er og slátra um borð.

Líklegast er að siglt verði með laxinn til pökkunar í Danmörku en skipið hefur verið í slíkri þjónustu við sjókvíaeldisfyrirtæki í Noregi og Skotlandi.