Við hjá IWF fengum loks niðurstöðu frá siðanefnd SÍA í dag vegna auglýsingar sem ISAVIA tók niður í Leifsstöð í júlí, en við skutum málinu til nefndarinnar þann 10. ágúst.

Úrskurðurinn er hér fyrir þá sem langar til að skoða hann.

Við fögnum því að samkvæmt úrskurði siðanefndarinnar telst það atriði ekki brot sem ISAVIA tiltók í rökstuðningi til okkar sem ástæðu fyrir því að taka niður skiltið, það er að segja þau atriði sem fjallað er um í 12. grein siðareglna SÍA, enda hallmælir auglýsingin ekki neinum einstaklingi eða hópi einstaklinga, fyrirtæki, samtökum, iðnaðar- eða verslunarstarfsemi, starfsgrein eða vöru, með það fyrir augum að kalla fram opinberlega fyrirlitningu eða hæðni, einsiog segir í úrskurðinum.

Við furðum okkur hins vegar á þeirri niðurstöðu siðanefndarinnar að segja að tvær fullyrðingar í auglýsingunni brjóti gegn 8. grein siðareglnanna vegna þess að ekki hafi verið lögð fram „vísindaleg sönnunargögn sem styðji með fullnægjandi hætti“ við þær. Önnur þessara fullyrðinga er ábending um að aukning laxeldis í opnum sjókvíum muni að lokum leiða til útrýmingar hinna einstöku villtu laxatofna Íslands.

Meðal þess sem við lögðum fram er einmitt vísindalíkan sem sýnir að villtir stofnar muni hverfa ef blöndunin við eldislax er mikil til langs tíma.

Það er athygilsvert að máta rökstuðning siðanefndarinnar á til dæmis auglýsingar sem beinast gegn reykingum. Vitað er að miklar og langvarandi reykingar eru líklegar til að valda dauða. Enginn fyrirvari er þó um tíma eða magn í auglýsingum sem vara við afleiðingum reykinga. Á sígarettupökkum og í forvarnarauglýsingum stendur einfaldlega „Reykingar drepa“. Siðanefnd SÍA myndi væntanlega úrskurða slíkar auglýsingar brot (ef einhver kvartað) á sömu forsendum og eru tilteknar í þessum úrskurði.

Þessi hluti niðurstöðu nefndarinnar hlýtur að setja í uppnám stílbrögð sem hafa hingað til viðgengist í auglýsingagerð hér á landi og víðar. Mjög forvitnilegt verður að sjá umræður um þetta mál.

https://www.facebook.com/icelandicwildlifefund/photos/pcb.496162320851336/496161954184706/?type=3&theater

https://www.facebook.com/icelandicwildlifefund/photos/pcb.496162320851336/496161974184704/?type=3&theater

https://www.facebook.com/icelandicwildlifefund/photos/pcb.496162320851336/496161950851373/?type=3&theater