Það er ekki bara mikill laxadauði í Noregi í sjókvíaeldi. Ástandið hefur verið slæmt hér á landi líka, bæði fyrir austan og vestan. Eins og fram kemur í umfjöllun Stundarinnar um þetta mál er mikill laxadauði af þessum sökum gamalt vandamál í íslensku laxeldi.

“Mikill laxadauði var hjá laxeldisfyrirtækinu Arnarlaxi á fyrsta ársfjórðungi þessa árs vegna vetrarkulda. Þetta kemur fram í uppgjöri móðurfélags Arnarlax, Salmar AS sem er norskur laxeldisrisi, fyrir fyrsta ársfjórðungs þessa árs sem gert var opinbert í dag.  …

Laxadauði vegna vetrar- og sjávarkulda við Íslandsstrendur hefur löngum verið landlægt vandamál í íslensku laxeldi og er einn helsta ástæðan fyrir því að aldrei hefur tekist að byggja upp laxeldi í sjókvíum á Íslandi. Þrátt fyrir laxdauðann eru forsvarsmenn Salmar samt bjartsýnir í garð fjárfestingar í Arnarlaxi.”