Þetta er skelfileg meðferð á dýrunum. Mjög sorglegt.

Stundin getur ekki fullyrt hversu mikið af laxi hefur drepist hjá Arnarlaxi en samkvæmt einni heimild er um að ræða tugi tonna á dag, jafnvel um 100 tonna, sem flutt hafa verið á land í Tálknafirði með bátunum tveimur um margra daga skeið.

Skv. Stundinni:

“Stórfelldur laxadauði hefur átt sér stað í laxeldiskvíum Arnarlax í Arnarfirði og Tálknafirði síðustu daga vegna mikils sjávarkulda. Tveir bátar hafa unnið við það nær stanslaust á Tálknafirði að flytja dauðan lax úr kvíunum í firðinum og til hafnar þaðan sem keyrt er með fiskinn í flutningabílum til Hafnarfjarðar og hann nýttur í gæludýrafóður. Þetta herma heimildir Stundarinnar. …

Arnarlax verst, eins og er, allra frétta af málinu. Stundin spurði Arnarlax um málið á föstudaginn var en þá sagði Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, að hann myndi svara fyrirspurninni um málið eftir helgi. „Við munum svara þessu eftir helgina.“ Þegar Stundin bað Víking um svör um málið nú í morgun sagði hann í tölvupósti: „Svör okkar munu berast í dag.“

Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax, hefur heldur ekki svarað fyrirspurnum Stundarinnar um málið.”