„Noregur er það land í heiminum sem gengur mest á náttúruna út af umfangi laxeldis norskra fyrirtækja, og ekki bara í Noregi heldur líka á Íslandi … Þegar laxeldisfyrirtækin geta ekki vaxið meira í Noregi, meðal annars út af skaðlegum áhrifum þess á umhverfið, þá fara þau til annarra landa, meðal annars Síle og Íslands,“ segir Mikael Frödin í þessu merkilega viðtali við Stundina.

“Myndband Frödin sýnir sýkta laxa sem mjög sér á. Frödin valdi Altafjörðinn þar sem Altalaxveiðiáin rennur í fjörðinn en hún er ein þekktasta laxveiðiá heimsins.  „Ég vissi að ástand laxanna yrði slæmt en að það væri svona slæmt hefði ég ekki trúað. Ég sá ekki einn frískan fisk, þar sem allir laxarnir voru sýktir af laxalús eða voru með sveppasýkingar. Svo voru einnig vanskapaðir laxar, til dæmis fiskar með enga hryggugga. Stór hluti þessara laxa var deyjandi. Ég fékk svör við öllum mínum spurningum. Markmiðið er að framleiða eins mikið af laxi og mögulegt er og græða eins mikið og maður getur, á eins skömmum tíma og maður getur. Vistkerfið skiptir engu og það skiptir engu máli hvernig fiskunum líður í kvíunum,“ segir Mikael Frödin og bætir því við að að hans mati sé um að ræða dýraníð.”