Afleiðingar af óhóflegri notkun á skordýraeitri eru að lúsin er víða orðin ónæm fyrir eitrinu. Iðnaðurinn hefur því verið að prófa sig áfram með mishuggulegar aðrar aðferðir. Þar á meðal að renna lúsasmituðum eldislöxum í gegnum nokkurs konar háþrýstiþvott, nota hrognkelsi sem éta lúsina og svo setja fiskinn í heit böð einsog fjallað er um í meðfylgjandi frétt.

Niðurstaðan í öllum tilfellum er ömurleg fyrir eldisdýrin og hreinsifiskinn. Háþrýstiþvotturinn og heitu böðin veldur eldislaxinum mikilli streitu og sársauka. Er sú meðferð hluti þess að dánartíðni eldisdýra í sjókvíaeldi er óásættanleg að mati norska sjávarútvegsráðherrans, en 53 milljónir laxa drepast í kvíum við Noreg á hverju ári. Örlög hreinsifiskanna er svo enn hrikalegri. Vitað er að hver og einn einasti þeirra sem sendur er til starfa ofan í sjókvíunum mun drepast. Þannig drápust 50 milljónir hrognkelsa í norsku sjókvíaeldi í fyrra.

Sjá frétt SalmonBusiness.