Arnarlax neitar að gefa upplýsingar sem fyrirtækinu ber lögum samkvæmt að gefa upp. Þetta er í gangi á sama tíma og fyrirtækið er með yfir milljón fiska óleyfi í sjókvíum við Hringsdal í Arnarfirði.

Hversu langt ætla stjórnvöld að beygja sig í þjónkun við þennan iðnað sem nýtir auðlindir í eigu almennings fyrir starfsemi sína?

RÚV fjallar um þetta dæmalausa framferði fyrirtækisins:

„Fiskeldinu ber samkvæmt lögum að tilkynna og skrá afföll og eiga upplýsingarnar að vera til staðar fyrir eftirlitsaðila í eftirliti sem er Matvælastofnun. Fréttastofa fékk ekki nánari upplýsingar frá Matvælastofnun í lok apríl um hveru margir fiskar hefðu drepist en stofnunin vísaði á Arnarlax, þar sem málið snýr að innra eftirliti fyrirtækisins.“