Í þessari frétt kemur fram að dýralæknir Arnarlax hf. óskaði í vor eftir heimild til að meðhöndla eldislax gegn laxalús með skordýaraeitrinu Alpha Max. Aðgerðir gegn lúsinni eru nú að hefjast fyrir vestan.

Það er með ólíkindum að yfirvöld gefi leyfi fyrir því að hellt sé kemískum eiturefnum beint í sjóinn við Ísland. Kemur það til viðbótar við þá stórfelldu skólpmengun sem nú þegar streymir frá sjókvíunum á hverjum degi.

Skv. frétt Fréttablaðsins:

“Matvælastofnun hefur gefið laxeldisfyrirtækjum í Arnarfirði og Tálknafirði heimild til að meðhöndla eldislax með lyfjum til að koma í veg fyrir lúsafaraldur í kvíum fyrirtækjanna.

Við lúsatalningu í Tálknafirði sáust greinileg merki um að sú lús sem lifað hafði af í vetur var lífvænleg og byrjuð að tímgast og sáust merki um ný smit. Er þetta annað árið í röð sem bregðast þarf við lúsa­faraldri í laxeldi í Arnarfirði.

Síðastliðið haust þurfti Matvælastofnun einnig að veita heimild til notkunar á lúsafóðri til að drepa laxa­lús sem hafði herjað á kvíar í Dýrafirði og einnig í Arnarfirði sumarið 2017.”