Í þessari athyglisverðu grein kemur fram að eldislax étur fimm sinnum meira af mat en af honum fæst. Er þar aðeins talinn sá hluti fóðursins sem væri hægt að nýta sem fæðu fyrir fólk.

Með öðrum orðum, í laxeldi er verið að búa til lúxusmatvöru úr fæðuflokkum sem væri annars hægt að nýta til að seðja hungraðan heim. Í fóðrinu er nefnilega að finna sojabaunir, hveiti, repjuolíu, maís, fiskiolíur, fiskimjöl og fleiri hrávöruflokka sem eru mikilvæg uppspretta næringar í ýmsum hlutum heimsins.

Eins og einn viðmælandi í greininni bendir á þá getur enginn sem notar slíkar aðferðir haldið því með réttu fram að matvara hans sé framlag til þess að leysa vandmálið um hvernig skal metta sífellt fleiri munna á jörðinni. Þvert á móti skerða þessar aðferðir möguleika heimsins til þess að mæta sífellt vaxandi fæðuþörf.