„Þeim er að skjóta upp eins og sveppir út um allt,“ eru upphafsorð þessarar greinar um landeldisstöðvar í fagfréttamiðlinum Salmon Business. Gríðarleg fjárfesting er nú hafin víða um heim í landeldi. Í greininni er velt upp hugleiðingum um hvaða afleiðingar það hefur á framleiðslu „flug fisks“, það er að segja eldislax sem er alinn í sjókvíum fjarri því markaðssvæði sem honum er flogið til, ef og þegar landeldisframleiðslan nær sér á strik.

Niðurstaðan er afgerandi. Framleiðsla til útflutnings á jaðarsvæðunum mun upplifa sitt Kodak-augnablik þegar ný tækni þurrkar einfaldlega út þann markað sem var til fyrir.

Þetta mun ekki gerast á næsta ári eða því þarnæsta, en þessar breytingar eru í sjónmáli. Það er nákvæmlega engin ástæða fyrir Ísland að stökkva til og leyfa í nokkur ár notkun á tækni sem er á útleið, en mun mögulega skilja eftir sig óbætanlegt tjón á lífríki landsins. Atvinnuleysi í september var 1,5 prósent sem er í sögulegu lágmarki. Við eigum að nýta þetta einstaka tækifæri til að byggja upp atvinnugrein sem er sjálfbær og umhverfisvæn. Laxeldi í opnum sjókvíum er hvorugt.

If foreign land-based production emerges as a fierce competitor to “flying fish”, what then?