Æ fleiri fréttir berast nú af því að fiskeldi er að færast upp á land, enda sjókvíar svo frumstæð tækni að ekki er hægt að koma í veg fyrir mengun og sleppingar frá þeim. Í fréttatíma Stöðvar2 í gærkvöldi var sagt frá metnaðarfullri uppbyggingu á 5.000 tonna landeldi sem er að fara af stað við Þorlákshöfn. Markmiðið er að framleiða „umhverfisvæna hágæðavöru“.

Einar K. Guðfinnsson og Kristján Þ. Davíðsson, umboðsmenn norsku laxeldisrisanna, sem eru að langstærstum hluta á bakvið tröllauknar hugmyndir um mengandi sjókvíaeldi við Ísland, hafa hingað til tekið fálega í hugmyndir um landeldi. Hvernig skyldi standa á því?