Skosk dýraverndarsamtök undirbúa málssókn vegna þess sem þau kalla „kerfisbundin brot“ á dýraverndarlöggjöf landsins við aflúsun á eldislaxi. Þetta eru aflúsunaraðferðir sem sjókvíaeldisfyrirtækin hafa gripið til vegna þess að laxalúsin er orðin ónæm fyrir eitrinu sem þau hafa notað í gríðarlegu magni undanfarin ári.

Til þess að ná lúsinni af eldislaxinum eru fiskarnir settir í gegnum nokkurs konar þvottastöðvar sem í mörgum tilvikum hefur valdið slæmum áverkum og þeir því drepist í stórum stíl. Að sögn dýraverndarsamtakanna hafa um 230 þúsund fiskar drepist frá 2016 af þessum völdum.

Í fréttinni kemur fram að norskur dýralæknir varaði fyrr á þessu ári aðferðinni því hún gæti valdið „miklum blæðingum við heila“ og „álagstengdum skaða.“