Það er okkur hjá IWF mikill heiður að vera meðal þátttakenda á ráðstefnunni World Salmon Forum, sem hófst í Seattle í dag.

Okkur var boðið að koma og segja frá stöðu íslenska villta laxins í umhverfi þar sem sjókvíaeldi á laxi af áður óþekktri stærð getur orðið að veruleika. Við erum hér í hópi margra af helstu laxasérfræðingum heims. Vísindafólkið og aðrir sem málið varða, eru komið hér saman til að deila þekkingu sinni á því sem þarf að gerast til að freista þess að snúa við hnignun villtra laxastofna í heimi sem verður þeim sífellt fjandsamlegri vegna ábyrgðarlausrar umgengni mannkyns við náttúruna.

Fjallað er um ýmis viðfangsefni ráðstefnunnar í þessari grein í stórblaðinu Seattle Times.