Um 66% villtra laxa í norskum ám hafa orðið fyrir erfðafræðilegum áhrifum vegna sjókvíaeldis. Hefur villtum laxi fækkað mikið í Noregi af þeim sökum. Sama ógn vofir yfir villta íslenska laxastofnininum vegna áætlana um umfangsmikið iðnaðareldi í sjókvíum hér við land. „Þið ættuð því að hafa áhyggjur af þessu á Íslandi og taka málið föstum tökum,“ segir doktor Kevin Glover, einn helsti sérfræðingur Noregs á sviði rannsókna á erfðafræðilegum áhrifum laxeldis.

Ísland er síðasta vígi villta Norður-Atlanshafslaxastofnsins. Okkur ber skylda til að verja hann með öllum ráðum.

Skv. Kvöldfréttum Stöðvar 2:

„Í Noregi höfum við sagt að mikið af laxi sleppi frá fiskeldisstöðvum árum saman og við höfum beitt ýsmum aðferðum til að finna þennan lax í ám. Við sýndum fram á að þeim hafi tekist að blandast 2/3 af norskum stofnum.Með tilliti til verndar laxastofna heims höfum við áhyggjur af þessu.“

Glover segir viðbúið að svipuð þróun muni eiga sér stað á Íslandi með auknu laxeldi.

„Alls staðar þar sem lax er ræktaður í námunda við viltan lax hafa menn áhyggjur. Þið ættuð því að hafa áhyggjur af þessu á Íslandi og taka málið föstum tökum. Þið þurfið að líta til Noregs og sjá hvað hefur gerst þar í því skyni að læra af reynslu Norðmanna.“

Hægt sé að lágmarka hættuna á erfðablöndun með því grípa til sérstakra aðgerða.

„Þið þurfið auðvitað að samþykkja eldisstöðvar með tilliti til tiltekinna staðla þannig að smíði þeirra sé af tilteknum gæðum svo fiskur sleppi ekki auðveldlega frá þeim. Síðan þarf að fjarlægja lax sem sloppið hefur og ná þeim úr ám með vissum aðferðum. Hægt er að kafa í árnar, skoða þær og fjarlægja fiskinn. Það er viss aðferð þótt hún sé ekki sú ákjósanlegasta. Hægt er að beita aðferðum til að koma í veg fyrir æxlun með því að framleiða ófrjóan eldisfisk sem er ákjósanlegasta lausnin við erfðafræðilegt inngrip því ef sá lax sleppur og kemst upp í árnar án þess að geta fjölgað sér þá á engin erfðafræðileg víxlverkun sér stað.“”